Æðafossar

Æðarfossar eru staðsettir 10 km suðvestan Húsavíkur í Laxá. Áin sem er ein af þekktustu laxveiðám landsins rennur frá Mývatni og út í Skjálfandaflóa. Einnig er áin mjög gjöful til urriðaveiða.

 

Staðsetning

Keyrt er suður frá Húsavík og beygt til hægri að Laxamýri rétt áður en komið er að gatnamótunum sem liggja yfir Hólasand upp í Mývatnssveit. Haldið er áfram eftir veginum og keyrt bakvið býlið að ánni. Frá þjóðveginum er um það bil 2 km ganga að fossinum.

Akstursleiðin frá Húsavík

Til gamans má geta að Magnús Magnússon hinn góðkunni sjónvarpsmaður BBC í aldarfjórðung var fæddur og uppalinn á Laxamýri. Það var einnig Jóhann Sigurjónsson skáld og rithöfundur.

English