Afþreying á Húsavík

Það á enginn að þurfa að láta sér leiðast á Húsavík. Hvalaskoðun, frábær söfn, vandaðar gönguleiðir og glæsilegar verslanir er meðal þess sem hægt er að gera sér til dægradvalar.

Fjölbreytt afþreying er á boði á Húsavík, hvort sem er fyrif heimamenn eða ferðafólk. Húsavík stendur við Skjálfandaflóa sem er þekktur víða um heim vegna mikils lífríkis og fjölda hvalategunda. Þess vegna heimsækja þúsundir ferðamanna víðs vegar að úr heiminum Húsavík ár hvert til að skoða hvali á Skjálfanda. Á Húsavík eru einnig áhugaverð söfna og í kringum bæinn eru margar af helstu náttúruperlum Íslands. Það er því tilvalið fyrir fjölskyldur að gista á Húsavík þegar skoða á náttúru Íslands.

Afþreying
FjallasýnFjallasýn
Fjallasýn býður upp á fjölbreytta ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Fyrirtækið býður bæði reglulegar rútuferðir sem og sérskipulagðar ferðir. Fjallasýn hefur yfir að ráða stórum flota bíla og getur þjónað bæði stórum og litlum hópum. Dæmi um áfangastaði í ferðum hjá Fjallasýn er Askja, Demantshringurinn, Tjörnes, Ódáðahraun, Kverkfjöll o.fl.
Nánar >
Gentle GiantsGentle Giants
Gentle Giants hafa boðið upp á hvalaskoðun frá Húsavík síðan 2001. Vinsælastar eru hefðbundnar hvalaskoðunarferðir um Skjálfandaflóa en fyrirtækið býður einnig upp á sjóstangveiði, ferðir í Flatey og nýverið bættist hraðskeiðasta amma landsins í flotan, Amma Sigga sem er opinn hraðbátur af bestu gerð.
Nánar >
Húsavík Golf CourseGolfvöllurinn á Húsavík
Golfvöllur Húsvíkinga nefnist Katlavöllur og er fallegur en krefjandi 9 holu völlur. Völlurinn er í spennandi umhverfi í kötlunum rétt sunnan af bænum og þar geta jafnt áhugamenn sem reyndir golfarar
Nánar >
Húsavík Adventures
Húsavík Adventures er nýjasta hvalaskoðunarfyrirtækið í bænum. Fyrirtækið býður upp á ferðir á tveimur harðskelja RIB slöngubátum sem bera nöfnin Kjói og Kría.
Nánar >
Húsavík Mini Bus
Húsavík Mini Bus er fyrirtæki sem býður upp á skipulagðar lundaferðir í lítilli en þægilegri smárútu sem getur tekið allt að 13 farþega. Starfsemin er einnig í formi leigurútu (“charter bus”) þar sem lögð er áhersla á að farþegarnir ráði ferðinni, lengd hennar, fjölda stoppa o.s.frv. Þjónusta Húsavík Mini Bus er mjög fjölbreytt og getur þannig verið í formi skutls yfir í nokkur hundruð kílómetra ferð. Rútan er búin góðu hljóðkerfi sem nýtist vel til leiðsagnar.
Nánar >
North SailingNorðursigling
Norðursigling hefur boðið upp á hvalaskoðunarferðir frá Húsavík frá árinu 1995. Félagið var brautryðjandi í endurnýtingu eikarbáta og floti félagsins setur mikinn svip á höfnina. Norðursigling rekur jafnframt hinn vinsæla veitingastað Gamla Bauk.
Nánar >
Salka HvalaskoðunSalka hvalaskoðun
Salka hvalaskoðun er nýtt fyrirtæki í hvalaskoðun sem býður upp ferðir á Skjálfanda frá maí til september. Bátur Sölku er 23 tonna eikarbátur sem ber nafnið Fanney ÞH 130.
Nánar >
North SailingSaltvík Hestaferðir
Hestamiðstöðin í Saltvík er staðsett 4 km sunnan við Húsavík. Þar er boðið upp á hestaferðir fyrir reynda jafnt sem óreynda. Boðið er upp á stutta útreiðartúra sem eru um 1 til 2 klukkustundir og langa túra sem geta varað allt að 10 dögum. Útreiðartúr frá Saltvík er ógleymanleg upplifun. Í Saltvík er einnig gistiheimili.
Nánar >
Söfn og Sýningar
North SailingHvalasafnið á Húsavík
Hvalasafnið á Húsavík hefur frá upphafi dregið að tugir þúsunda gesta ár hvert. Safnið gefur einstaka innsýn inn í líf og lifnaðarhætti hvala, hvalveiðar og nyt fyrr á öldum. Í sýningunni eru einnig 9 beinagrindur af hvölum.
Nánar >


exploration-museum-husavik-300x200Könnunarsögusafnið

Könnunarsögusafnið (The Exploration Museum) er safn um sögu lands og geimkönnunar. Aðalsýningarrými safnsins er helgað geimferðum, æfingum bandarískra tunglfara á Íslandi árin 1965 og 1967, sem og tilraunageimskotum frakka sem áttu sér stað hér á landi frá 1964 til 1965. Þá er ýtarlega fjallað um landkönnun víkinga og norrænna manna.
Nánar >
North SailingSafnahúsið á Húsavík
Safnahúsið á Húsavík er einungis 300 metra frá hafnarsvæðinu. Þar eru tvær fastar sýningar í gangi; á miðhæð er sýningin Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum og á jarðhæð er glæsileg sjóminjasýning.
Nánar >
Hönnun og handverk
North SailingKaðlín handverkshús
Kaðlín er rekið af hópi kvenna sem hanna og selja sitt handverk. Húsið er staðsett við veitingastaðinn Sölku og er skemmtilegur staður að heimsækja.
Nánar >
Sundlaugar
Húsavík Swimming PoolSundlaug Húsavíkur
Sundlaug Húsavíkur er í hjarta bæjarins og er frábær staður til að fara og slaka á. Í sundlauginni eru 2 heitir pottar, barnalaug, 17 metra sundlaug og gufubað. Frábær staður fyrir fjölskylduna.
Nánar >
Heiðarbær Swimming PoolSundlaugin Heiðarbær
Heiðarbær er í um 20 km fjarlægð frá Húasvík. Í Heiðarbæ er veitingastaður, tjaldsvæði og gistiheimili. Við sundlaugina eru 2 heitir pottar og góð aðstaða til sólbaða.
Nánar >
English