Böð og Sundlaugar

Á Húsavík er notaleg og fjölskylduvæn sundlaug. Þar eru 2 heitir pottar, busllaug og um 17 metra sundlaug. Sundlaugin er staðsett í hjarta bæjarins og eru aðeins um 100 metrar í tjaldsvæðið og aðra helstu þjónustu.

Heiðarbær er staðsettur um 15 km frá Húsavík. Þar er lítil sundlaug og tveir heitir pottar. Í Heiðarbæ er einnig veitingastaður, tjaldsvæði og gisting. Heiðarbær er skemmtilega staðsettur því stutt er á alla helstu áfangastaði Norðausturlands. Þá ber að nefna að gengt Heiðarbæ eru Hveravellir þar sem hægt er að kaupa grænmeti beint af bónda.

Sundlaug Húsavíkur
Sundlaugin Heiðarbæ

English