Sundlaug Húsavíkur

Sundlaug Húsavíkur er staðsett við Laugarbrekku 2. Hún opnaði í upprunalegri mynd árið 1960. Sundlaugin er 16,67 m. löng en einnig er lítil barnalaug með hærra hitastigi. Að auki eru tveir heitir pottar, annar þeirra nuddpottur, ásamt eimbaði. Tvær rennibrautir eru í sundlauginni og einnig sólbekkir.
Sundkennsla Borgarhólsskóla fer fram í laugunum og sundnámskeið fyrir elstu börn leikskólans sem haldið er í lok maí. Einnig hefur verið boðið uppá sundnámskeið fyrir fullorðna sem hafa verið vinsæl.

Árleg aðsókn að sundlauginni er í kringum 76.000 heimsóknir en inni í þeirri tölu er skólasund grunnskólabarna.

Sumaropnun: (10.júní – 23. ágúst)
Mánudaga-Föstudaga  6:45-21:00
Laugardaga-Sunnudaga  10:00-18:00

Vetraropnun: (24. ágúst- 9. júní)
Mánudaga-Fimmtudaga  6:45-9:30  og 14:30-21:00
Föstudaga  6:45-09:30  og  14:30-19:00
Laugardaga-Sunnudaga  10:00-18:00

Gjaldskrá

Fullorðnir
Stakir miðar kr. 600
Afsláttarmiðar 10 stk. kr. 4.100
Árskort kr. 31.000
Fjölskyldukort kr. 20.500

Eldri borgarar (67 ára og eldri)
Stakir miðar kr. 300
Afsláttarmiðar kr. 2.000
Árskort kr. 15.000
Fjölskyldukort kr. 7.500
Frítt fyrir 75% öryrkja*

Börn 6-17 ára
Stakur miði kr. 300
Afsláttarmiðar 10 stk. kr. 2.000
Frístundakort 1.barn kr. 3.000; 2.barn kr. 2.000; 3.barn kr. frítt

Húsavík Swimming PoolSundlaug Húsavíkur
Laugarbrekku 2
640 Húsavík
Tel: +354 464 6190
E-mail: sundlaug@nordurthing.is
Website: www.nordurthing.is


English