Fuglaskoðun

Húsavík er frábær stoppistaður fyrir fuglaáhugamenn. Það gerir nálægðin við hið fjölbreytta landslag- og svæði sem tryggir góða yfirferð á drjúgum hluta fuglastofns Íslands. Meðfylgjandi er útdráttur á hverju svæði fyrir sig en einnig er hægt að skoða svæðið í heild sinni á vefsvæði eBird’s sem sýnir svart á hvítu tegundafjöldann á stöðunum í kringum bæinn.

Við vötnin
Botnsvatn og Kaldbakstjarnir eru friðsælir staðir í göngufæri við byggðakjarnann. Gott aðgengi er að vötnunum og verður að teljast tilvalin dægradvöl að kíkja þar við. Algengar fuglategundir sem má líta augum á þessum stöðum eru himbrimar, flórgoðar, gulendur, álftir og skúfendur.

Hér má sjá upptalningu á fuglategundum sem sést hafa á Kaldbakstjörnum (enska)
Hér má sjá upptalningu á fuglategundum sem sést hafa á Botnsvatni (enska)


Á bökkum
Á Húsavík er stutt gönguleið frá fjöruláglendinu og að svokölluðum Húsavíkurhöfða þar sem bæjarvitinn stendur. Klettarnir sem liggja meðfram strandlínunni eru býsna háir og hafa að geyma töluvert fuglalíf. Dæmigerðir strandfuglar sem sjá má að sumri til á þessarri göngu eru fýlar, ritur, svartbakur, heiðlóur og kríur.

Hér má sjá yfirlit yfir strandfugla á þessarri leið (enska)

Skjálfandaflói
Ef farið er út á sjó er hægt að sigla að Lundey sem eins og nafnið gefur til kynna er sérlega góður staður til að sjá lunda. Í hvalaskoðunarferðum er mjög líklegt að maður sjái fýla og langvíur í miklu magni. Ef heppnin er með manni má sjá skúma og súlur.

Hér má sjá yfirlit yfir fuglategundir í Skjálfandaflóa (enska)

Við höfnina
Njóta má fuglalífs við höfnina jafnt sem annarsstaðar. Á blíðviðrisdögum getur verið gott að virða fyrir sér fuglalífið með hressingu við hönd, nóg er af veitingamöguleikum við og í nágrenni við höfnina. Hávellur, stokkendur, gulendur og blikendur eru meðal þeirra tegunda sem koma mætti auga á.

Hér má sjá yfirlit yfir fuglategundir við hafnarsvæðið á Húsavík (enska)


Í fjörunni

Í fjörunni á Húsavík liggur malarvegur sem gott er að ganga á sér til heilsubótar. Þarna er jafnan mikið líf hjá fýlum, ritum og svartbökum í ætisleit. Í fjörunni sjálfri má sjá stelkur, tildrur og sandlóur.

Í Skrúðgarðinum
Töluverður fjöldi stokkanda hýrist í Skrúðgarðinum. Það er mjög vinsæl iðja hjá barnafjölskyldum að fara með krakkanna í skrúðgarðinn, skoða endurnar og jafnvel gefa þeim brauð. Ef heppnin er með manni má sjá straumönd að kljást við uppstreymið í Búðaránni.

Hér má sjá yfirlit yfir fuglategundir í Skrúðgarðinum á Húsavík (enska)

Hjálpargögn
Hægt er að versla kíkir og sjónauka í Ormsson sem er staðsett í kjallaranum á Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, beint á móti Húsavíkurkirkju.


Tenglar
Fuglaskoðunarsíða Háskóla Íslands – Fréttir af fuglum, ráðleggingar í fuglaleit o.fl.
Facebook síða Birding Iceland
Fuglavefurinn – tegundir og myndir
Fuglategundir sem sést hafa á Íslandi
Yfirlit yfir fuglasvæði heimsins

 

Afþreying og útsýni í nágrenninu
Hestaferðir
Hvalaskoðun
Hvalasafnið
Könnunarsögusafnið
Safnahúsið
Æðafossar
Tungulending

English