Gönguleiðir

Mikil og góð vinna hefur verið lögð í hönnun göngustíga á og við Húsavík. Fyrir nokkrum árum var lagst í þá vinnu að hanna kort af bænum sem sýndi göngustígana. Að því tilefni voru gerðar sex uppástungur af gönguleiðum sem fólk getur nýtt sér. Þær liggja meðal annars suður í Kaldbakstjarnir, upp á Húsavíkurfjall, í Skrúðgarðinn, upp að Botnsvatni og norður á Húsavíkurhöfða.  Hægt er að hlaða niður korti af gönguleiðum á Húsavík með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Gönguleiðir á Húsavík


Skógargerðisdalur. Ein af fjölmörgum fallegum gönguleiðum við Húsavík. Mynd: Gaukur Hjartarson


Gönguleiðin í kringum Botnsvatn er 5 km löng. Stígarnir eru vel gerðir og umhverfið magnað. Hægt er að beygja út af veginum við suðvesturhlið vatnsins og fara niður skemmtilega göngustíga meðfram Búðará, alla leið niður í Skrúðgarðinn. Mynd: Gaukur Hjartarson

English