Hvalaskoðun

Hvalaskoðun hófst á Húsavík 1994 og síðan þá hefur þessari atvinnugrein vaxið hvalur um hrygg. Hvalaskoðunarvertíðin byrjar í apríl og stendur út nóvember ár hvert. Í kringum 60 þúsund manns koma í hvalaskoðun og rúmlega 25 þúsund manns leggja leið sína í Hvalasafnið á Húsavík þar sem eru meðal annars til sýnis 10 beinagrindur af hvölum sem hafa strandað við landið á undanförnum árum. Húsavík er sannkallaður hvalaskoðunarbær og er orðinn þekktur sem höfuðborg hvala í Evrópu.

Skjálfandaflói er þekktur fyrir þann fjölda hvala sem eru alla jafna í flóanum og er flóinn einn af ör fáum stöðum í heiminum þar sem hægt er að eiga von á að sjá steypireyði, stærstu dýr jarðarinnar. Skjálfandi er iðandi af lífi og ekki er minni upplifun sú fjalladýrð sem er við flóann vestanverðann og svo eyjarnar Lundey og Flatey.

Á Húsavík er einnig Rannsóknarsetur Háskóla Íslands þar sem stundaðar eru rannsóknir á sjárvarspendýrum og þá einkum hvölum.

Hér að neðan má sjá þau fyrirtæki sem bjóða upp á hvalaskoðunarferðir á Skjálfanda:

 

English