Fjúk Arts Centre stendur í þremur rýmum ofan við höfnina sem áður gegndu hlutverki beituskúra.
Í miðjunni er safnarými með gervi- sjávarlífverum og hvalalaga hjálmum sem gerðir eru úr eggjaskurnum. Í gallerýhlutanum má sjá safn af rusli úr víðs vegar úr heiminum sem eru verðmæti fyrir öðrum. Verslun á svæðinu selur hönnunarminjagripi ásamt ýmsum listmunum sem gerðir eru af listamönnunum á svæðinu eða þeim sem áður hafa starfað í Fjúk. Baka til er viðburðarrými sem gjarnan er nýtt til að sýna kvikmyndir eða í fundahald.
Fjúk Arts Centre má finna með því að ganga niður stiga sem er beint á móti Húsavíkurkirkju og fara til hægri meðfram járnhandriðinu.
Mynd: Fjúk