Hvalasafnið á Húsavík

Hvalasafnið á Húsavík er eitt af fáum söfnum heimsins sem eingöngu er tileinkað hvölum. Inni í safninu eru vandaðar sýningar og uppsetningar á sjávarspendýrunum sem synda í kringum strendur Íslands. Safnið geymir tíu mismunandi hvalagrindur í fullri stærð, sýnir heimildarmyndir á tjaldi auk þess sem sérstakt leikherbergi er fyrir börn. Meðal sýningargripa eru náhvalur, búrhvalur og skápur sem geymir hin margbrotnu eyrnabein hvala. Einnig má finna kaffihorn þar sem hægt er að slaka á í sófanum með eina af bókum safnsins. Frá og með 1. mars 2016 verður steypireyðargrind í fullri stærð til sýnis í safninu en hún er sú eina sem til er á Íslandi.

The Húsavík Whale Museum

Sagan

Hvalasafnið hóf göngu sína árið 1997 sem sýning inni á hóteli bæjarins. Það var stofnað af Ásbirni Björgvinssyni sem í dag starfar sem formaður Ferðamálasamtaka Íslands. Sama ár fluttist sýningin í eina af gömlu verbúðunum við höfnina. Árið 2004 flutti safnið svo í núverandi húsnæði, gamla frystihúsið við Hafnarstétt 1. Árið 2000 hlaut Hvalasafnið verðlaun frá Sameinuðu þjóðunum á sviði umhverfisferðamennsku.

 

Þjónusta
Vegleg minjagripabúð er í móttöku safnins. Þar er einnig upplýsingamiðstöð Húsavíkur með öllu tilheyrandi, fríu interneti, tölvum, bæklingum, borðum og stólum,

Opnunartímar
Maí – september: Daglega 08:30 – 18:30

Mars, apríl og október – desember: Virka daga 09:00 – 14:00

Aðgangseyrir 2016

Fullorðnir: 1800 kr.

Börn (10-18 ára) 500 kr.

Nemar: 1200 kr.

Ellilífeyrisþegar/öryrkjar: 1200 kr.

Hópaverð: 1500 kr. einstakl.

Fjölskylduverð (2 fullorðnir, 1-5 börn): 4000 kr.

Tenglar
Heimasíða Hvalasafnsins
Myndir  af Hvalasafninu á Flickr
Hvalamiðstöðin á Húsavík
Hafnarstétt 1
640 Húsavík
Tel: +354 414 2800
E-mail: info@whalemuseum.is
Website: www.hvalasafn.isSýna stærra kort

English