Safnahúsið á Húsavík

Safnahúsið er kjörinn áfangastaður þeirra sem vilja læra meira um sögu Íslendinga og hvernig fólk fór að því að lifa af í þeim krefjandi aðstöðum sem voru fyrr á tímum. Einn af þekktustu gripum safnsins er án efa ísbjörninn sem rak á land með ísjaka árið 1969. Safnið hefur með hjálp listamanna og rithöfunda sett fram gríðarlegar heimildir um fyrri tíma í formi ljósmynda, talaðs máls, ritaðs texta og kvikmynda.

 

Safn margra safna

Safnahúsið var byggt á sjöunda áratugnum í þeim tilgangi að hýsa samansafn nokkurra safngripa innan svæðisins. Þau stærstu eru mannfræði- og sjóminjatengd en einnig er veglegt ljósmyndasafn og skjalasafn. Á fyrstu hæð er gallerý og í kjallaranum er bókasafn Húsavíkur staðsett. Safnahúsið er hluti af Menningarmiðstöð Þingeyinga sem tilheyrir einnig söfnunum á Grenjarstað og Snartarstöðum.


Safnahúsið. Mynd: Norðurland.is

Verslun, internet og kaffi
Á efri hæðinni er lítil verslun sem selur hönnunarvörur. Í kjallaranum má finna bókasafnið þar sem er frítt internet (Wi-Fi Hotspot) og kaffi gegn frjálsu framlagi.

 

Aðgangseyrir
Fullorðnir, 800 kr. Eldri borgarar, 500 kr. Frítt fyrir 16 ára og yngri.

 

Opnunartímar
1 júní – 31 ágúst er opið alla daga afrá 10-18.
1 sept – 31 maí er opið frá 10-16 alla virka daga
Eingöngu er opið yfir sumartímann á Grenjarstað og Snartastað.

 

Staðsetning
Safnið er staðsett fyrir skógræktina í fjallsrótunum. Þægilegast er að beygja upp hjá Húsavíkurkirkju og halda svo áfram þar til safnið sést á vinstri hönd.

Húsavík Culture HouseThe Húsavík Culture House
Stóragarði 17
640 Húsavík
Tel: +354 464 1860
E-mail: safnahus@husmus.is
Website: www.husmus.is
Facebook page: www.facebook.com/safnahusid.husavikSýna stærra kort

English