Viðburðir

Norðausturhluti Íslands er svo sannarlega rólegt og afslappandi svæði, en þar er þó margt sem kryddar mannlífið. Árlegir viðburðir eru margvíslegir.

Skoðaðu dagbókar viðburðir!

Mývatn OpenMývatn Open
Mývatn Open er einstakur viðburður á heimsvísu. Þetta samspil íss, hesta og hins stórkostlega umhverfis Mývatnssveitar skapar hina rómuðu þingeysku stemningu.Lesa meira  >
OrkuganganOrkugangan
Orkugangan er 60 km skíðaganga sem haldin er í apríl ár hvert. Hefst gangan við Kröfluvirkjun í Mývatnssveit og lýkur henni í nágrenni Húsavíkur. Er þetta lengsta skíðagangan hér á landi og gefur hún einnig stig til Íslandsgöngunnar.Lesa meira  >
PíslarganganPíslargangan í Mývatnssveit
Píslargangan hefur verið gengin í Mývatnssveit síðan 1993. Fyrst er guðþjónusta í Reykjahlíðarkirkju um morguninn og síðan leggja þátttakendur af stað í gönguna sem er um 36 km umhverfis Mývatn.Lesa meira  >
Mývatnsmaraþon
Mývatnsmaraþon er haldið fyrsta laugardag í júní. Um nokkrar vegalengdir er að velja en það lengsta er hringurinn í kringum vatnið, rúmir 42 kílómetrar. Einstakt hlaup í einstöku umhverfi Mývatns.Lesa meira  >
Kátir dagar á ÞórshöfnKátir dagar á Þórshöfn
Kátir dagar á Þórshöfn eru haldnir um miðjan júlí ár hvert. Á hátíðinni er fjöldi viðburða eins og tónleikar, málverkasýningar og íþróttamót. Frábær hátíð fyrir fjölskylduna.Lesa meira  >
Mærudagar á HúsavíkMærudagur á Húsavík
Mærudagur á Húsavík eru þingeysk menningarhátíð fyrir alla fjölskylduna síðustu helgina í júlí ár hvert. Á hátíðinni eru íþróttaviðburðir, listasýningar, landbúnaðarsýningar og tónlist svo fátt eitt sé nefnt. Hátíðin setur einstakan svip á bæinn með litskrúðugum skreytingum bæjarbúa.Lesa meira  >
JökulsárhlaupJökulsárhlaup
Jökulsárhlaupið er á hverju ári í ágúst. Hlaupið er um hin hrikalegu Jökulsárgljúfur í stórbrotnu landsslagi sem áin hefur mótað á þúsundum ára. Hægt er að velja um nokkrar vegalengdir, 33 km, 21 km og 13 km.Lesa meira  >
SléttuganganSléttugangan
Sléttugangan er áhugaverður viðburður ár hvert. Undanfarin ár hefur verið gengið frá Raufarhöfn um Melrakkasléttu, 25 til 30 kílómetra. Innifalið er far með rútu til baka, sund og gufa ásamt kvöldskemmtun.Lesa meira  >
Hrútadagurinn á RaufarhöfnHrútadagurinn á Raufarhöfn
Hrútadagurinn á Raufarhöfn er haldinn fyrsta laugardag í október ár hvert í Faxahöllinni á Raufarhöfn. Meðal annars er uppboð á hrútum og ýmislegt annað í boði eins og handverk frá svæðinu og Íslandsmeistarakeppni í kjösúpugerð. Um kvöldið er hagyrðingakvöld og dansleikur.Lesa meira  >
Jólasveinarnir í Dimmuborgum - Photo by Jon StefánssonYule Lads in Mývatn
Fyrir nokkrum árum urðu menn varir við Jólasveina í Dimmuborgum. Þeir taka á móti fólki á aðventunni og eru fjöldi fjölskylduviðburða í Mývatnssveit þeim til heiðurs.Lesa meira  >
English