Hrútadagurinn á Raufarhöfn

 

Þann 3. október verður hinn árlegi hrútadagur haldinn hátíðlegur í Faxahöllinni á Raufarhöfn. Á hrútadeginum koma Norður Þingeyingar og sýna gripi sína gestum og gangandi til ánægju. Hrútarnir ganga svo kaupum og sölum til áhugasamra bænda með tilskilin kaupréttindi. Sölubásar verða á staðnum. Um kvöldið verður svo skemmtun í félagsheimilinu Hnitbjörgu í umsjón fréttamannsins góðkunna Gísla Einarssonar en hann verður einnig skemmtanastjóri á hrútasýningunni sjálfri.

English