Mærudagur á Húsavík

Mærudagur er haldinn ár hvert síðustu helgina fyrir Verslunarmannahelgi. Hátíðin er húsvísk menningar- og fjölskylduhátíð með aragrúa áhugaverðra viðburða. Meðal viðburða sem hafa fest sig í sessi eru hrútasýning, tívolí, hafnarmarkaður Völsungs, íþróttaviðburðir hverskynd að ógleymdum fjölda tónlistaratriða sem eru bæði á hátíðarsviði og vítt og breitt um Hafnarstétt.

Fjöldi manns hefur sótt hátíðina heim undanfarin ár og er hún orðin ómissandi viðburður í sumrinu. Þá hafa brottfluttir Húsvíkingar og aðrir sem eiga rætur hingað sótt hátíðina í miklum mæli.

Mærudagur eru einfaldlega hátíð sem þú mátt ekki missa af.

Hér má sjá dagskrá Mærudagsins 2015. Með því að ýta á myndina opnast nýr gluggi:

English