Píslargangan

Á föstudaginn langa ár hvert er gengin Píslarganga í Mývatnssveit. Þá er farinn 36 km rangsælis hringur kringum Mývatn. Þátttaka í þennan viðburð er gjaldfrjáls og gildir sú regla að hver fari á sínum hraða enda ekki um neina keppni að ræða. Viðburðurinn hefst alla jafna kl. 8:45 með stuttri Guðsþjónustu í Reykjahlíðarkirkju  og gangan um kl. 9:00.

English