Botnsvatn

Botnsvatn er staðsett í 130 metra hæð yfir sjávarmáli, rétt sunnan við byggðakjarna Húsavíkur. Frá vatninu rennur Búðará niður í bæinn, gegnum Skrúðgarðinn og út í Skjálfandaflóa.

Hreyfing

Svæðið í kringum vatnið er 1,05 km² af stærð en göngustígurinn í kringum vatnið er 5 km að lengd. Gera má ráð fyrir að það taki eina klukkustund að ganga hann en um það bil hálftíma að skokka. Bæjarbúar eru mjög duglegir við að nota þennan útivistarkost um leið og færð leyfir á vorin. Þá hafa erlendir ferðamenn verið að uppgvöta staðinn smám saman. Á hverju ári er haldið sérstakt Botnsvatnshlaup á vegum Hlaupahópsins Skokka og Landsbankans þar sem farinn er hringur í kringum vatnið en svo beygt af leið og haldið áfram eftir göngustíg niður með Búðará og endað í Skrúðgarðinum.62

Veiði

Það er leyfilegt að veiða í vatninu. Algengasta fiskitegundin sem fæst í Botnsvatni eru litlar bleikjur. Þó nokkuð er um að heimamenn fari út á vatnið á bátum á sumrin.

Nánari staðsetning

Botnsvatn er í 2,7 km fjarlægð frá Húsavík. Til að komast þangað keyrandi þarf að beygja frá aðalgötunni sem liggur í gegnum bæinn, upp hjá bakaríinu (sem er í miðbænum). Því næst er tekin vinstri beygja við gistiheimilið Árból inn á Ásgarðsveg. Vegurinn breytist í malarveg ofarlega í götunni og er haldið áfram eftir honum og þrætt upp brekkurnar sem liggja að vatninu.
Ökuleiðbeiningar að Botnsvatni

Sé gengið eða skokkað upp að vatninu eru fleiri en ein leið í boði. Hægt er að ganga upp frá Skrúðgarðinum eftir sérgerðri gönguleið sem liggur upp með Búðárá. Einnig er hægt að ganga með áðurnefndum malarvegi en kosturinn við þá leið er hið frábæra útsýni yfir bæinn og Skjálfandaflóa. Þá er hægt að byrja gönguna norðan megin í bænum og fara göngustíg meðfram fjallinu sem liggur svo að malarveginum.
Göngukort af Húsavík

 

 

visitnortheasticeland_008

1425

English