Breytingar á visithusavik standa yfir

 

                                                                 
Nú í vetrarbyrjun hóf Húsavíkurstofa vinnu á endurhönnun heimasíðanna visithusavik.is og visithusavik.com. Gerðar eru miklar væntingar til nýju síðanna sem taka nú þónokkrum mikilvægum breytingum frá fyrri tíma.

Helstu markmiðin með breytingunum eru:

a) Uppfærsla á vefnum þannig að skoða megi síðurnar í öllum snjalltækjum.

b) Viðburðardagatal Húsavíkur.
Hugmyndin með viðburðardagatalinu er sú að sameina alla viðburði í bænum á einn virkan miðil þar sem auðvelt er að fylgjast með hvað sé framundan og í hvaða tímaröð. Oftar en ekki hefur það gerst að viðburðir hér á Húsavík hafa verið að rekast á, algjörlega að óþörfu. Með lifandi viðburðardagatali og góðri samvinnu er hægt að sjá til þess að enginn viðburður fari framhjá neinum sem á annað borð skoðar dagatalið. Nú þegar má sjá afurð dagatalsins inni í flokknum “viðburðir”. Til að fá viðburðinn þinn birtan þarf einfandlega að senda helstu upplýsingar á heidar@visithusavik.is eða hringja í síma 840-0025.

c) Opnunartími og umfjallanir um verslanir.
Stefnt er að því að gera betur í upplýsingum um verslanir í bænum. Með því að ná að sameina upplýsingar, m.a. um opnunartíma á sama stað verður visithusavik að enn öflugri miðli sem hægt er að fjölnýta sem upplýsingamiðil sem hentar jafnt heimamönnum sem og ferðamönnum.

Hönnun síðunnar er í höndum Francesco Perini og Heiðars Halldórssonar. Vonast er til þess að síðan geti gagnast sem flestum og almennt verið Húsavík til sóma. Stefnt er að því að opna síðurnar með formlegum hætti á nýju ári.

English