Ferðamöguleikar til Húsavíkur

Húsavík stendur við Skjálfandaflóa á norðurströnd Íslands. Góðar samgöngur eru þangað í lofti, láði og legi. Flugfélagið Ernir er með áætlunarflug til Húsavíkur 6 daga í viku. Strætó fer til og frá Húsavík alla daga vikunnar og þá er mikil og góð hafnaraðstaða við bæinn.

Húsavík stendur við þjóðveg 85, 45 km frá þjóðvegi 1 milli Akureyrar og Mývatns. Um klukkustundar akstur er frá Akureyri til Húsavíkur og um sex tíma akstur er frá Reykjavík.

Hvernig kemst ég til Húsavíkur?

Taktu flugið
Flugfélagið Ernir býður 12 bein flug til Húsavíkur frá Reykjavík í hverri viku. Sími: +354 562 2640 | Vefur: www.ernir.is
Leigðu bíl
Bílaleiga Húsavíkur býður upp á bílaleigubíla í Reykjavik, á Akureyri og við Mývatn. Sími: +354 464 1888 | Vefur: www.bilaleigahusavikur.is
Með rútu
Fjallasýn býður ferðir með leiðsögn um svæðið kringum Húsavík.
Fjallasýn Sími: +354 464 3940 | Vefur: www.fjallasyn.is
Eagle Air Með strætó
Strætó býður daglegar ferðir milli Húsavíkur og Akureyrar. Fjallasýn býður ferðir með leiðsögn um svæðið kringum Húsavík.Strætó Sími: +354 540 2700 | Vefur: www.bus.is
English