Flatey

Flatey er lítil eyðieyja á Skjálfanda. Þar er mikið fuglalíf eða yfir 30 tegundir þegar mest er. Hæsti punktur á eyjunni er aðeins 20 metrar yfir sjávarmáli. Þá er eyjan 2,5 km að lengd og 1,7 á breidd sem gerir hana að fimmtu stærstu eyju við Íslandsstrendur.


Saga

Áður fyrr voru íbúar um það bil 100 talsins og þrifust aðallega á landbúnaði og fiskveiðum. Í eyjunni er auk íbúðarhúsa, skóli og kirkja auk vitans. Þegar rafmagn kom á meginlandið fór íbúum smám saman að fækka og endaði það með því að Flatey fór í eyði árið 1968. Ef eyjan er heimsótt að sumri til eru mjög góðar líkur á að hitta fólk þar fyrir enda mikið um sumarhús sem fyrrum eyjaskeggjar og skyldmenni þeirra heimsækja.


Staðsetning

Flatey liggur rétt norðan við svokallaðan Flateyjarskaga. Í góðum veðurskilyrðum má sjá eyjuna frá Húsavík en þaðan eru um 9 km á milli. Hægt er að fara í ferðir með leiðsögumanni á vegum Gentle Giants sem tekur 4-5 klst. Norðursigling fer einnig í ferðir til Flateyjar sé leitað eftir því.

 

Hér má sjá nákvæma staðsetningu Flateyjar

 

Tenglar
Flatey á Wikipedia
Núverandi skjálftavirkni á svæðinu
Kort af brotalínunni milli Húsavíkur og Flateyjar

 


Mynd: Ísmennt

 

English