Gisting

Hótel

FosshótelFosshótel Húsavík
Fosshótel Húsavík er vinalegt ferðamannahótel sem er staðsett við miðbæ Húsavíkur. Þar er boðið upp á 44 stöðluð herbergi fyrir tvo og 26 þægindaherbergi með stóru rúmi. Morgunverður og kvöldverður eru í boði auk þess sem hægt er að kaupa ýmsa smávöru í gestamóttöku hótelsins.Nánar >
Húsavík Cape HótelHúsavík Cape Hotel
Hótel Húsavíkurhöfði býður upp á gistingu í 18 rúmgóðum herbergjum með baði, sjónvarpi og þráðlausu neti. Frá hótelinu er fallegt útsýni yfir Skjálfandaflóa og stutt að labba að höfninni sem er hjarta Húsavíkur. Boðið er upp á morgunverð alla daga. Í gestamóttöku er veitt aðstoð við ferðamenn og hægt er að bóka flug, ferðir og gistingu. Boðið er upp á sérstök fjölskylduherbergi sem geta hýst allt að sex manns.Nánar >

Sumarhús

Kaldbakskot CottagesKaldbakskot
Í Kaldbakskotum er boðið upp á gistingu í 18 nýlega byggðum sumarhúsum sem öll eru með sér baðherbergi. Hvert hús er um 20 til 30 fermetrar að stærð. Framan við húsin er sólpallur þar sem gestir geta notið þess að horfa á fallega náttúruna í kring og fuglalífið á Kaldbakstjörnum sem er einstakt og fjölbreytt. Tilvalinn staður fyrir fólk sem vill slappa af.Nánar >

 

Gistiheimili

Gistiheimilið Árból
Árból er eitt af elstu gistiheimilium Húsavíkur en húsið á sér langa sögu. Boðið er upp á gistingu í herbergjum fyrir 1 til 4. Gistiheimilið stendur við Skrúðgarðinn á Húsavík og aftan við það rennur Búðaráin. Gestir geta nýtt sér morgunverð sem boðið er upp á í Árbóli alla morgna.Nánar >
Brúnagerði íbúðBrúnagerði íbúð
Í Brúnagerði er hugguleg stúdíó íbúð með öllum nauðsynlegum útbúnaði eins og fullbúið eldhús, huggulegt bað og þvottavél. Íbúðin hentar vel pari eða fjölskyldu með börn.Nánar >
Heidarbær GuesthouseHeiðarbær Guesthouse
Heiðarbær býður upp uppábúin rúm fyrir allt að 6 manns. Einnig er boðið upp á heimagistingu fyrir 5 manns að Skógum 2, sem er í eigu Heiðarbæjar, í um 6 km fjarlægð í átt til Húsavíkur. Gegnt Heiðarbæ eru Hveravellir.
Heiðarbær er 20 kílómetra frá Húsavík.Nánar >
Húsavík GuesthouseGistiheimili Húsavíkur
Á Gistiheimili Húsavíkur er boðið upp á gistingu í eins til fjögurra manna herbergjum. Húsið er hlýlegt og nýuppgert. Ókeypis aðgangur er að þráðlausu neti. Á efri hæð er setustofa fyrir gesti. Morgunverður er í boði alla morgna.Nánar >
Höfði GuesthouseHöfði Gistiheimili
Höfði Gistiheimili býður upp á gistingu í einu af elstu húsum Húsavíkur. Þaðan er stut að labba inn í miðbæ og handan við götuna eru bensínstöð og verslun með helstu nauðsynjar. Gistiheimilið býður upp á þráðlaust net fyrir gesti sína.Nánar >
Húsavík Holiday Apartment
Þriggja herbergja 88,6 fermetra íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi. Íbúðin er rúmgóð, með tveimur svefnherbergjum, stofu og eldhúsi. Í íbúðinni eru öll helstu tæki og húsmunir. Aðeins tekur 5-10 mínútur að ganga niður að höfn. Svefnpláss er fyrir allt að fjóra fullorðna og eitt barn. Sængurver, koddaver, lak og handklæði fylgir með. Partý, reykingar og dýrahald er óheimilt í íbúðinni. Nánar >
Saltvík GuesthouseGistiheimilið Saltvík
Boðið er upp á gistingu í gamla Saltvíkurbænum sem er sögufrægt hús. Saltvík er staðsett skammt sunnan af bænum og er þekkt um allt land fyrir hestamennsku, en þangað koma hestamenn víða að. Baðherbergi eru á hverri hæð og heitur pottur við húsið.Nánar >
Sigtún GuesthouseGistiheimilið Sigtún
Gistiheimilið Sigtún er staðsett skammt frá miðbæ Húsavíkur og býður gistingu í herbergjum án baðs. Húsið var tekið í gegn árið 2006 og gestum býðst að nota vel útbúið eldhús sem er í húsinu. Þrjú baðherbergi eru í húsinu fyrir gesti.Nánar >
Húsavík Accommodation – Sólbakki
Sólbakki býður tvær íbúðir til leigu í miðbæ Húsavíkur. Íbúðirnar eru staðsettar á hæð fyrir ofan Ísbúð Húsavíkur og geta hýst 3-5 manns og henta því vel fyrir fjölskyldur á ferðalagi. Nánar >
Tungulending
Tungulending er glænýtt gistihús á Tjörnesi, staðsett í rólegu umhverfi jarðlaga og steingervinga. Gistihúsið sem stendur á grunni gamals fiskvinnsluskúrs, hýsir 9 svefnherbergi sem innihalda allt frá einu upp í þrjú rúm. Einnig er hægt að gista í kojum. Gott útsýni er úr flestöllum herbergjum. Í Tungulendingu er einnig kaffihús með úrvali kaldra og heitra drykkja. Á kvöldin er hægt að kaupa heitan mat.
Tungulending er 13 kílómetra norðan við Húsavík Nánar  >

Tjaldsvæði

Húsavík CampsiteTjaldsvæðið á Húsavík
Gott tjaldsvæði er í boði fyrir ferðamenn á Húsavík. Tjaldsvæðið er í fallegu umhverfi í norðurhluta bæjarins og þaðan er stutt að labba í sundlaug og ýmsa þjónustu. Aðeins tekur um 5 mínútur að labba inn í miðbæ. Rafmagn og eldunaraðstaða eru í boð auk snyrtinga.Nánar >
Heiðarbær CampsiteHeiðarbær tjaldsvæði
Heiðarbær býður upp á tjaldstæði 20 km frá Húsavík. Við hlið tjaldsvæðisins er sundlaug og frá Heiðarbæ eru einnig um 20 km til Mývatns þar sem njóta má fallegrar náttúru og fuglalífs. Rafmagn og eldunaraðstaða eru í boð auk snyrtinga.Nánar >
English