Gistiheimili

 

ÁrbólGistiheimilið Árból
Árból er eitt af elstu gistiheimilum Húsavíkur en húsið á sér langa sögu. Boðið er upp á gistingu í herbergjum fyrir 1 til 4. Gistiheimilið stendur við Skrúðgarðinn á Húsavík og aftan við það rennur Búðaráin. Gestir geta nýtt sér morgunverð sem boðið er upp á í Árbóli alla morgna.Nánar >
Brúnagerði íbúðBrúnagerði íbúð
Í Brúnagerði er hugguleg stúdíó íbúð með öllum nauðsynlegum útbúnaði eins og fullbúið eldhús, huggulegt bað og þvottavél. Íbúðin hentar vel pari eða fjölskyldu með börn. READ MORE  >
Heidarbær GuesthouseHeiðarbær Guesthouse
Heiðarbær býður upp uppábúin rúm fyrir allt að 6 manns. Einnig er boðið upp á heimagistingu fyrir 5 manns að Skógum 2, sem er í eigu Heiðarbæjar, í um 6 km fjarlægð í átt til Húsavíkur. Gegnt Heiðarbæ eru Hveravellir.
Heiðarbær er 20 kílómetra frá Húsavík Nánar  >
Húsavík GuesthouseGistiheimili Húsavíkur
Á Gistiheimili Húsavíkur er boðið upp á gistingu í eins til fjögurra manna herbergjum. Húsið er hlýlegt og nýuppgert. Ókeypis aðgangur er að þráðlausu neti. Á efri hæð er setustofa fyrir gesti. Morgunverður er í boði alla morgna.Nánar >
Höfði GuesthouseHöfði Gistiheimili
Höfði Gistiheimili býður upp á gistingu í einu af elstu húsum Húsavíkur. Þaðan er stut að labba inn í miðbæ og handan við götuna eru bensínstöð og verslun með helstu nauðsynjar. Gistiheimilið býður upp á þráðlaust net fyrir gesti sína.Nánar >
Husavik Holiday ApartmentHúsavík Holiday Apartment
Þriggja herbergja 88,6 fermetra íbúð á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi. Íbúðin er rúmgóð, með tveimur svefnherbergjum, stofu og eldhúsi. Í íbúðinni eru öll helstu tæki og húsmunir. Aðeins er 5-10 mínútna gangur niður að höfn. Svefnpláss er fyrir allt að 4 fullorðna og eitt barn. Sængurver, koddaver, lak og handklæði fylgir með. Partý, reykingar og dýrahald er óheimilt í íbúðinni. Nánar >
Saltvík Guesthouse
Gistiheimilið Saltvík
Boðið er upp á gistingu í gamla Saltvíkurbænum sem er sögufrægt hús. Saltvík er staðsett skammt sunnan af bænum og er þekkt um allt land fyrir hestamennsku, en þangað koma hestamenn víða að. Baðherbergi eru á hverri hæð og heitur pottur við húsið.Nánar >
Sigtún GuesthouseGistiheimilið Sigtún
Gistiheimilið Sigtún er staðsett skammt frá miðbæ Húsavíkur og býður gistingu í herbergjum án baðs. Húsið var tekið í gegn árið 2006 og gestum býðst að nota vel útbúið eldhús sem er í húsinu. Þrjú baðherbergi eru í húsinu fyrir gesti. Nánar > 
Húsavík Accommodation Sólbakki Sólbakki býður tvær íbúðir til leigu í miðbæ Húsavíkur. Íbúðirnar eru staðsettar á hæð fyrir ofan Ísbúð Húsavíkur og geta hýst 3-5 manns og henta því vel fyrir fjölskyldur á ferðalagi. Nánar >
Tungulending
Tungulending er glænýtt gistihús á Tjörnesi, staðsett í rólegu umhverfi jarðlaga og steingervinga. Gistihúsið sem stendur á grunni gamals fiskvinnsluskúrs, hýsir 9 svefnherbergi sem innihalda allt frá einu upp í þrjú rúm. Einnig er hægt að gista í kojum. Gott útsýni er úr flestöllum herbergjum. Í Tungulendingu er einnig kaffihús með úrvali kaldra og heitra drykkja. Á kvöldin er hægt að kaupa heitan mat.
Tungulending er 13 kílómetra norðan við Húsavík Nánar  >
English