Verið velkomin til Húsavíkur – allan ársins hring

Husavik
Húsavík er stærsti bærinn í Þingeyjarsýslu og vinsæll áfangastaður fyrir bæði innlenda og erlenda ferðamenn. Frá Húsavík er stutt að heimsækja margar af helstu náttúruperlum Ísland. Þar á meðal eru Dettifoss, krafmesti foss Evrópu, Ásbyrgi og Mývatn með sínu mikla lífríki. Frá Húsavík er einnig vinsælt að fara í hvalaskoðunarferðir og fara tugir þúsunda ferðamanna í slíkar ferðir frá Húsavík. Þá er afar gott úrval veitingastaða, safna og gönguleiða í bænum. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Húsavík.

English