Hvalahöfuðborg Íslands

Húsavík stendur við Skjálfandaflóa sem er þekktur um allan heim fyrir fjölbreytt dýralíf. Frá árinu 1994 hefur verið boðið upp á hvalaskoðunarferðir á bátum frá Húsavík og er það nú eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna á Norðurlandi. Árið 1997 var opnað safn um líf og hætti hvala og nefnist það Hvalasafnið á Húsavík. Safnið hefur stækkað mikið frá stofnun þess og er nú ein af helstu stofnunum um hvalarannsóknir á norðurslóðum.

Á Skjálfandaflóa hafa sést fleiri hvalategundir en nokkurstaðar annarstaðar við strendur Íslands og er ekki óalgent að 8 til 10 tegundir sjáist það á sumri hverju.

 

whale capital

English