Húsavíkurstofa


Húsavík við Skjálfanda

Húsavíkurstofa er miðstöð fyrir hagsmunaraðila í verslun og þjónustu á svæðinu. Þar er veitt þjónusta á sviði markaðs- og kynningarmála fyrir Húsavík ásamt verkefna- og viðburðarstjórnun. Markmið Húsavíkurstofu er að verða samnefnari fyrirtækja á svæðinu og stuðla að eflingu atvinnulífs með aukinni samvinnu hagsmunaaðila og auknum tækifærum. Einnig að gera Húsavík að eftirsóttum áfangastað með fjölbreyttri afþreyingu og þjónustu allan ársins hring, lengja dvalartíma ferðamanna og stuðla að hámarks virðisauka hagsmunaaðila af ferðaþjónustu.

Yfir sumartímann starfrækir Húsavíkurstofa upplýsingamiðstöð ferðamanna á Húsavík ásamt því að hafa umsjón með tjaldsvæði bæjarinns.

 

English