Landnám Íslands


Náttfaravíkur við Skjálfanda, nefndar eftir landnemanum.

Náttfari var sænskur maður sem kom til Íslands í kringum árið 870 með hinum fræga landkönnuði Garðari Svavarssyni. Garðar og Náttfari voru fyrstir manna til að sigla hringinn um Ísland og staðfesta að Ísland væri eyja. Þeir höfðu vetursetu á Íslandi og byggðu hús þar sem nú er Húsavík. Stóð hús þeirra við Borgarhól og er þar nú grunnskóli.

Í upphafi Landnámu er sagt frá brottför Garðars Svavarssonar frá Íslandi. Þar segir orðrétt:

“Um vorið, er hann var búinn til hafs, sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt. Hann byggði þar síðan, er heitir Náttfaravík.”

Þessi setning hefur lengi verið túlkuð á þann veg að Náttfari hafi verið þræll og ekki frjáls maður. En hvort sem hann var þræll eða frjáls maður, þá er ljós að Náttfari nam land og settist að á Íslandi, fyrstur manna. Ef Náttfari var þræll eins og víðar er haldið fram, þá er landnám hans á margan hátt enn merkilegra en ella, því þar braust hann þá til frelsis.

Náttfari settist að í Reykjadal, eignaði sér dalinn og „hafði merkt á viðum“, eins og segir í Landnámu. Þegar Eyvindur Þorsteinsson kom til landsins löngu síðar, rak hann Náttfara burt en sagði honum að hann mætti eiga Náttfaravík, yst við Skjálfandaflóa vestanverðan. Þangað flutti Náttfari og hefur þá líklega verið kominn á efri ár og búinn að vera einn í landnámi sínu áratugum saman.

Hægt er að lesa meira um Náttfara í Landnámu og Reykdæla sögu.

English