Vetrarferðamennska á Húsavík

Húsavík er heillandi bær að vetri og þar er margt að gera sér til afþreyingar. Áhugafólk um hvali getur kynnst lifnaðarháttum þeirra í Hvalasafninu á Húsavík sem er opið allan ársins hring. Þá eru einnig tvær fastar sýningar í Safnahúsinu á Húsavík sem opnar eru allt árið, annars vegar sýningin Maður og Náttúra og hins vegar Sjóminjasafnið sem staðsett er í viðbyggingu við safnið. Að auki er sýningarsalur á efstu hæð Safnahússins þar sem reglulega opna tímabundnar sýningar.

Norðurljósaskoðun er vinsæl hjá ferðafólki og helstu staðir til að horfa á þau eru á Gónhóli, rétt norðan við bæinn og litlu norðar við minnismerkið um Einar Benediktsson skáld. Einnig eru góðir staðir til að horfa á Norðurljósin sunnan við bæinn, t.d. nálægt Saltvík.

Sundlaug Húsavíkur er opin allan ársins hring og gott er að sitja í heitum pottum laugarinnar á vetrardögum. Þá er skíðasvæði við bæinn sem er opið þegar skíðafæri er gott.

Nokkrir veitingastaðir eru opnir allt árið og einnig er opið á báðum hótelum bæjarins yfir vetrarmánuðina og á einhverjum gistiheimilanna.

Myndband um vetrarferðamennsku á Húsavík má sjá HÉR

 


Mynd: Húsavíkurkirkja.is


Mynd: Francesco Perini

English