Hvalasýningar í bígerð

Húsavík og London eru þéttbýli af svo sannarlega misjafnri stærðargráðu. Þrátt fyrir það eiga staðirnir eitt sameiginlegt sem ferðamannastaðir. Náttúrusögusafnið í London er að vinna að uppsetningu á steypireyðargrind, rétt eins og Hvalasafnið á Húsavík. Stefnt er að því að steypireyðurinn í London verði kominn í sýningarhæft ástand sumarið 2017, þar sem hann mun koma í stað freyseðlu í hinum magnaða Hintzesal.

Hér á Húsavík verður hægt að skoða steypireyðinn frá 1. mars 2016 en þann dag er stefnt að því að enduropna Hvalasafnið eftir framkvæmdir sem hafa staðið yfir síðan í september sl. Óhætt er að segja að verkefnið sé spennandi enda ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst á að sýna stærsta dýr jarðar.

 


M
ynd: Francesco Perini

Grein skrifuð af Francesco Perini.

 

 

 

English