Kaldbakstjarnir

Kaldbakstjarnir eru frábær staður til að heimsækja á hvaða tíma ársins sem er. Á haustin er nágranni Kaldbakstjarna tilvalinn staður til að fara í berjatýnslu. Útsýnið yfir flóann ætti ekki að vera til að skemma daginn

Fyrir áhugafólk um fuglaskoðun og ljósmyndir eru Kaldbakstjarnir ákjósanlegur áfangastaður enda í stuttri göngufjarlægð frá byggðakjarna Húsavíkur. Fjölmargar fuglategundir geta sést á staðnum svo sem flórgoði og toppönd.

Hinu megin við veginn má sjá lón sem gufustrókur stendur upp úr. Um er að ræða jarðhitað vatn sem er nógu hlýtt til að baða sig í. Stuttu eftir aldamót slepptu nokkrir heimamenn gullfiskum sínum ofan í lónið með þeim athyglisverðu afleiðingum að nú er gott úrval gullfiska í lóninu sem dafna vel. Gullfiskarnir sem finna má geta verið lygilega stórir eins og lesa má HÉR.

Staðsetning

Frá Húsavík er farið í suður úr bænum eftir þjóðveginum. Kaldbakstjarnir má finna með að taka fyrstu hægri beygju eftir að maður kemur framhjá Kaldbakskoti (Cottages). Með því að taka vinstri beygju kemur maður hinsvegar að gullfiskatjörninni.

Sjá á korti

English