Steypireyðarsýning afhjúpuð!

Sagan af steypireyðnum sem rak að landi á Skaga árið 2010 er orðin löng. Eftir langt og strangt ákvörðunarferli varð Hvalasafnið á Húsavík fyrir valinu sem sýningarstaður þessa stærsta dýrs jarðar. Aðeins 10 steypireyðargrindur eru til sýnis í heiminum og frábært að Húsavík sé einn þeirra staða sem nýtur þess heiðurs.
Það var því hátíðleg stund í dag þegar að Hvalasafnið á Húsavík opnaði eftir 6 mánaða framkvæmdatímabil. Nýja sýningin er hin glæsilegasta eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fjöldi gesta hefur nú þegar lagt leið sína á safnið til að berja nýju sýninguna augum. Þar á meðal þónokkur fjöldi erlendra ferðamanna.

Þess má geta að frítt er inn á safnið fyrstu sýningavikuna.

hvalur

Uppsetningin á steypireyðnum og umhverfinu er hin glæsilegasta. Farin var sú leið að hanna fjöru inni á salnum og láta grindina þannig liggja sjórekna.

hvalur1

Grindin er um það bil 22 metra löng!

jan

Það var í nægu að snúast hjá forstöðumanni Hvalasafnins, Jan Aksel Harder Klitgaard og Helenu dóttur hans.

tertur

Glæsilegar veitingar voru í boði fyrir gesti safnsins. Tertur sem voru skreyttar hvalamyndum.


minja

Gestir notuðu tækifærið til að skoða minjagripaverslunina sem geymir fjölbreyttar vörur.

English