Veður og færð á vegum

Það er góð vísa og ekki of oft kveðin að skoða skuli veðurspá ítarlega áður en lagt er af stað í ferðalag. Þrátt fyrir að Ísland sé ekki mjög stórt getur veðrið verið gríðarlega misjafnt á landinu og því afar mikilvægt að hafa varann á áður en lagt er af stað í langferð. Hér er hægt að sjá veðurspána á Húsavík og nágrenni og hér er yfirlit yfir landið allt.


Það er ekki síður mikilvægt að fylgjast vel með færð á vegum, enda getur hún verið býsna misjöfn er keyrt er um heiðar og láglendi í senn. Gott er að hafa hugfast að ferðast með eins miklu öryggi og hægt er miðað við aðstæður.

Tenglar:
Veður
Vegagerðin – Veður og færð
Safetravel – Ferðaöryggi

English