Veitingar og verslanir

Gamli BaukurGamli Baukur
Gamli Baukur er veitingastaður við Höfnina á Húsavík.Þar er boðið upp á bæði innlenda matargerð og alþjóðlega rétti. Ferskur fiskur og fallegt útsýni yfir höfnina sem er aðal lífæð bæjarins gera það að borða á Gamla Bauk að sannkallaðri upplifun.
Lesa meira  >
Salka VeitingastaðurSalka Restaurant
Salka er eitt sögufrægasta hús á Húsavík en þar var Kaupfélag Þingeyinga áður með rekstur. Salka býður upp á matreiðslu úr hinu þekkta þingeyska matarbúri og leggur þar með áherslu á að nota besta mögulega hráefni hverju sinni í notalegu og afslappandi andrúmslofti veitingastaðarins.
Lesa meira  >
Moby Dick VeitingastaðurMoby Dick Veitingastaður
Moby Dick er staðsettur á Fosshótel Húsavík sem er um 250 metra frá höfninni. Veitingastaðurinn er í þægilegu umhverfi og býður upp á alla helstu rétti. Lesa meira >
Veitingastaðir opnir yfir sumartímann
Naustid VeitingastaðurNaustið Restaurant
Naustið er veitingastaður sem starfræktur hefur verið undanfarin sumur. Hann mun opna á nýjum stað sumarið 2016, beint á móti gistiheimilinu Árból. Naustið býður upp á ferska sjávarrétti og lúffenga fiskisúpu.
Lesa meira  >
Kaffihús
Ísbúð Húsavíkur
Ísbúð og kaffihús við aðalgötuna. Úrval af gæðaís frá Kjörís. Einnig kaffi og kökur. Gott útsýni yfir höfnina og Skjálfandaflóa.
Lesa meira  >
HeimabakaríHeimabakarí
Í Heimabakarí er allt það sem fyrsta flokks bakarí býður upp á. Nýbakað brauð og bakkelsi dregur marga að og nýlegur salur fyrir gesti gerir staðinn einstaklega notalegann. Lesa meira  >
Hvalbakur
Café Hvalbakur er staðsett fyrir ofan Gamla Bauk í notalegu skoti við Verbúðirnar. Þar er frábært útsýni yfir höfnina. Á Café Hvalbak er hægt að fá létta rétti og aðra hressingu. Hvalbakur er mestmegnis opinn að sumarlagi. Lesa meira  >
Annað
Fish and ChipsFish and Chips
Fish and chips er einungis opið um sumarmánuðina. Staðurinn er staðsettur í miðju hafnarinnar, beint í hringiðu þess mannlífs og atvinnustarfsemi sem þar er. Staðurinn selur gæða nýveiddann djúpsteiktan fisk og franskar. Lesa meira  >
N1N1 – Shop and gas station
N1 er staðsett í miðju Húsavíkur. Þar er hefðbundin veitingasala og hin ýmsa þjónusta við bíla. Matsalurinn er nýlegur og tekur vel á móti gestum. Lesa meira  >
Olís - Shop and gas stationOlís
Olís er í suðurhluta bæjarinns. Sumarið 2016 mun Grill 66 og Quiznos opna í nýju og stækkuðu húsnæði.  Lesa meira  >
OrkuskálinnOrkuskálinn
Orkuskálinn er staðsettur norðan megin í bænum. Staðurinn er með veitingasölu og bensínsölu.
Lesa meira  >
English