Veitingastaðir

Gamli BaukurGamli Baukur
Gamli Baukur er veitingastaður við Höfnina á Húsavík.Þar er boðið upp á bæði innlenda matargerð og alþjóðlega rétti. Ferskur fiskur og fallegt útsýni yfir höfnina sem er aðal lífæð bæjarins gera það að borða á Gamla Bauk að sannkallaðri upplifun.
Lesa meira  >
Salka VeitingastaðurSalka Restaurant
Salka er eitt sögufrægasta hús á Húsavík en þar var Kaupfélag Þingeyinga áður með rekstur. Salka býður upp á matreiðslu úr hinu þekkta þingeyska matarbúri og leggur þar með áherslu á að nota besta mögulega hráefni hverju sinni í notalegu og afslappandi andrúmslofti veitingastaðarins.
Lesa meira  >
Moby Dick VeitingastaðurMoby Dick Veitingastaður
Moby Dick er staðsettur á Fosshótel Húsavík sem er um 250 metra frá höfninni. Veitingastaðurinn er í þægilegu umhverfi og býður upp á alla helstu rétti.

Lesa meira >
Veitingastaðir opnir yfir sumartímann
Naustid VeitingastaðurNaustid Restaurant
Naustið er nýr veitingastaður sem starfræktur hefur verið undanfarin tvö sumur. Hann er staðsettur við norðurenda hafnarsvæðisins og býður upp á frábært útsýni yfir höfnina. Naustið býður upp á ferska sjávarrétti og lúffenga fiskisúpu.
Lesa meira  >
Pakkhúsið Bistro/barPakkhúsið Bistro/bar
Sjarmerandi staður í gömlum pakkhúskjallara við hliðana á Hvalasafninu. Opið alla daga í sumar frá 11:00 og fram eftir kvöldi. Á matseðlinum má finna, létta sjávarrétti, samlokur, súpur og íslenska osta. Á kvöldin er notalegt að sitja úti á pallinum með góðan kokteil eða léttvínsglas.
Lesa meira  >
English