Viðbygging Fosshótel Húsavík í fullum gangi

Ný viðbygging Fosshótel Húsavík er komin langt í framkæmd. Stefnt er að því að opna nýja hlutann um mánaðarmótin maí-júní næstkomandi. Um er að ræða ca. 2600 fermetra viðbót sem munu innihalda 44 herbergi. Eftir breytingarnar verða 110 svefnherbergi á Fosshótel Húsavík auk ellefu fundar- og ráðstefnusala allt frá 13 fermetrum upp í 345 fermetra.

Þá hafa staðið yfir veigamiklar breytingar á aðalsal hótelsins sem hefur hýst ófá böllin og skemmtanirnar í gegnum tíðina. Samkvæmt Eyrúnu Torfadóttur starfsmanns Fosshótels Húsavík verður salurinn tilbúinn á sama tíma og viðbyggingin. Hann á að gegna svipuðu hlutverki og áður fyrr, það er að segja sem matsalur fyrir gesti og til leigu fyrir ýmsa viðburði. Eyrún bendir þó á að árshátíðir og dansleikir á hótelinu miðist frekar við vetrartímann enda haldist slíkt í hendur við önnur verkefni hótelsins.

Óhætt er að segja að framkvæmd þessi endurspegli ágætlega aukin umsvif í ferðaþjónustu á Húsavík en gestum hefur haldið áfram að fjölga í bænum samhliða aukningu á gestum til Íslands ársgrundvelli. Þannig var rúmlega 14% fjölgun á gestum í hvalaskoðun á Húsavík milli áranna 2014 og 2015.


Nýja viðbyggingin  er farin að taka á sig endanlega mynd


Hér má sjá hvernig viðbyggingin tengist gamla hlutanum 

English